Erlent

Verðlaunahafar á Óskarnum - listinn

Natalie Portman var valin besta leikkonan
Natalie Portman var valin besta leikkonan Mynd AFP
Breska myndin The King´s Speech sópaði að sér verðlaunum á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hún var valin besta myndin, Colin Firth var valinn besti leikari í aðalhlutverki, leikstjórinn Tom Hooper var verðlaunaður auk þess sem handrit myndarinnar var valið besta upprunalega kvikmyndahandritið.

Myndinn hafði verið spáð mikilli velgengni og komu verðlaunin því lítið á óvart.

Natalie Portman hafði verið spáð Óskarnum fyrir hlutverk hennar í myndinni The Black Swan og gekk það eftir.

Verðlaun fyrir besta leikara í aukahlutverki og bestu leikkonu í aukahlutverki féllu í skaut þeirra Christian Bale og Melissu Leo sem bæði léku í myndinni The Fighter.

Mikið var um dýrðir á hátíðinni eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni. Þar má meðal annars sjá Natalie Portman taka við verðlaununum en hún er langt komin á leið með fyrsta barn sitt og dansarans Benjamin Millepied sem hún kynntist við tökur á myndinni.

Hér fer listi yfir öll helstu verðlaun sem veitt voru á hátíðinni:

Besta myndin: The King´s Speech

Besti leikarinn: Colin Firth í The King´s Speech

Besta leikkonan: Natalie Portman í The Black Swan

Besti leikari í aukahlutverki: Christian Bale í The Fighter

Besta leikkona í aukahlutverki: Melissa Leo í The Fighter

Besti leikstjórinn: Tom Hooper fyrir The King´s Speech

Besta teiknimyndin: Toy Story 3

Besta upprunalega handritið: The King´s Speech

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni: The Social Network

Besta erlenda kvikmyndin: In a Better World frá Danmörku

Besta listræna leikstjórn: Alice in Wonderland

Besta upprunalega lagið: We belong together úr Toy Story 3

Besta upprunalega tónlistin: Trent Reznor og Atticus Ross fyrir The Social Network

Besta heimildamyndin: The Inside Job

Besta klipping: The Social Network

Besta förðun: The Wolfman

Besta hljóðklipping: Inception

Besta hljóðblöndun: Inception

Bestu tæknibrellur: Inception

Besta stutta heimildamyndin: Strangers No More

Besta tölvugerða heimildamyndin: The Lost Thing

Besta leikna stuttmyndin: God of Love

Besta kvikmyndatakan: Inception




Fleiri fréttir

Sjá meira


×