Erlent

Í mál út af vitlausum lottótölum

Lottó.
Lottó.
Bandarísk kona hefur krafið sjónvarpsstöð um 75 þúsund dali í skaðabætur eftir að hún komst að því að sjónvarpsstöðin tilkynnti um vitlausar lottótölur.

Sjónvarpsstöðin, sem er staðsett í New York, sýndi frá útdrættinum í júní árið 2009. Konan sem var að horfa fagnaði ógurlega þegar tölurnar hennar voru dregnar út. Það kom hinsvegar í ljós síðar að tölurnar höfðu verið vitlausar.

Þess má geta að mistök urður í drætti Víkingalottós hér á landi fyrr í mánuðinum. Þá var fyrsta talan vitlaus en það var leiðrétt skömmu síðar. Enginn hefur þó höfðað mál vegna þess hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×