Erlent

Fíkniefnabarón handtekinn í Mexíkó

Ástandið í Mexíkó jaðrar við að vera stríðsástand.
Ástandið í Mexíkó jaðrar við að vera stríðsástand.
Sérsveitir mexíkóska hersins hafa handtekið meintan fíniefnabarón í tengslum við morð á opinberum starfsmanni bandarísku utanríkisþjónustunnar.

Sá sem var handtekinn stjórnar fíkniefnahring sem er kallaður Zetas. Talið er að meðlimur þeirra klíku hafi orðið starfsmanninum að bana, en sá bandaríski vann við að sporna gegn mansali.

Talið er að um 34 þúsund manns hafi látist í átökum fíkniefnahringja í Mexíkó síðan í desember 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×