Erlent

Kúbustjórn hleypir fólki á internetið

Við netkaffihús Almennir borgarar bíða eftir að komast á netið.Fréttablaðið/AFP
Við netkaffihús Almennir borgarar bíða eftir að komast á netið.Fréttablaðið/AFP
Ríkistjórn Kúbu ætlar að stuðla að því að almenningur komist á netið. Hingað til hafa bara forréttindahópar haft óheftan aðgang að internetinu.

Fréttastofa Reuters hefur eftir Jorge Luis Perdomo, aðstoðarsamskiptaráðherra Kúbu, að landið ætli að tengjast netaðgangi Venesúela, en leggjast þurfi í nokkrar framkvæmdir til þess að allir íbúar fái netaðgang.

Aðstoðarráðherrann taldi að aukinn netaðgangur myndi hafa jákvæð áhrif á efnahagslega og félagslega þróun landsins.- mel




Fleiri fréttir

Sjá meira


×