Innlent

Siv vill að ritstjórar Morgunblaðsins biðjist afsökunar

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill að ritstjórar Morgunblaðsins biðjist afsökunar á skopteikningu sem blaðið birti um síðustu helgi.

Þetta segir Siv í viðtali við Fréttatímann í dag. Hún segist ennfremur ekki vilja trúa því að Morgunblaðið vilji sýna konur í niðrandi ljósi. Helgi Sigurðsson, teiknari Morgunblaðsins, hefur nú þegar beiðst afsökunar en ekkert hefur heyrst frá yfirstjórn Morgunblaðsins vegna málsins.

Í yfirlýsingu sem framkvæmdastjórn Landssambands framsóknarkvenna sendi frá sér í gær er skorað á ritstjóra Morgunblaðsins að biðjast afsökunar. Sambandið lýsir yfir furðu sinni á því að ritstjórn Morgunblaðsins hafi enn ekki beðið Siv afsökunar vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×