Þjóðlögin vöktu mikinn áhuga 7. júlí 2011 11:00 Kristín hefur ekki sungið plötuna Íslensk þjóðlög í heild á tónleikum áður. Fréttablaðið/HAG „Á þessum tónleikum okkar Gunnsteins Ólafssonar mun ég syngja og sextán manna hljómsveit leika þrettán lög sem ég söng inn á „long-play" plötu árið 1978," segir söngkonan Kristín Á. Ólafsdóttir um tónleika sem haldnir verða í Siglufjarðarkirkju í kvöld klukkan átta á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. „Ég hef aldrei sungið öll þessi lög í heild á tónleikum áður." Kristín safnaði saman lögunum þrettán á plötunni, sem ber heitið Íslensk þjóðlög. „Ég hafði mikinn áhuga á þjóðlögum eftir söngnám hjá Engel Lund, eða Göggu Lund eins og hún var kölluð. Þessi danska kona kenndi mér að meta íslensk þjóðlög," upplýsir Kristín sem fann þjóðlögin í bók séra Bjarna Þorsteinssonar, Íslensk þjóðlög, og segulbandasafni Ríkisútvarpsins. Eftir að Kristín hafði safnað lögunum saman hafði hún samband við Svavar Gests, plötuútgefanda „Ég stakk upp á að við myndum biðja Atla Heimi Sveinsson um að útsetja lögin," segir Kristín og heldur áfram: „Þegar Atli var að útsetja hittumst við stundum og hann spilaði eiginlega alla hljómsveitina á píanóið heima hjá sér." Kristín segir að Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi, hafi haft samband við hana eftir áramótin og beðið hana að syngja lögin af plötunni á Þjóðlagahátíð, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. „Félagar úr Caput hópnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins spila með mér. Flautusnillingurinn okkar Kolbeinn Bjarnason verður í þessum hópi," útskýrir Kristín og nefnir að gítarleikarinn Kristján Edelstein verði einnig með. „Mér finnst skemmtilegt að hann er sonur fyrsta tónlistarkennarans míns, Stefáns Edelstein." Ætlarðu sjálf á tónleika á Þjóðlagahátíð? „Já, ég ætla endilega að komast á tónleika og njóta þess sem er í boði. Mig langar meðal annars að lauma mér inn á fyrirlestra sem haldnir eru í Þjóðlagaakademíunni en þar er hægt að fræðast heilmikið um íslensku þjóðlögin." martaf@frettabladid.is Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Á þessum tónleikum okkar Gunnsteins Ólafssonar mun ég syngja og sextán manna hljómsveit leika þrettán lög sem ég söng inn á „long-play" plötu árið 1978," segir söngkonan Kristín Á. Ólafsdóttir um tónleika sem haldnir verða í Siglufjarðarkirkju í kvöld klukkan átta á Þjóðlagahátíð á Siglufirði. „Ég hef aldrei sungið öll þessi lög í heild á tónleikum áður." Kristín safnaði saman lögunum þrettán á plötunni, sem ber heitið Íslensk þjóðlög. „Ég hafði mikinn áhuga á þjóðlögum eftir söngnám hjá Engel Lund, eða Göggu Lund eins og hún var kölluð. Þessi danska kona kenndi mér að meta íslensk þjóðlög," upplýsir Kristín sem fann þjóðlögin í bók séra Bjarna Þorsteinssonar, Íslensk þjóðlög, og segulbandasafni Ríkisútvarpsins. Eftir að Kristín hafði safnað lögunum saman hafði hún samband við Svavar Gests, plötuútgefanda „Ég stakk upp á að við myndum biðja Atla Heimi Sveinsson um að útsetja lögin," segir Kristín og heldur áfram: „Þegar Atli var að útsetja hittumst við stundum og hann spilaði eiginlega alla hljómsveitina á píanóið heima hjá sér." Kristín segir að Gunnsteinn Ólafsson, listrænn stjórnandi, hafi haft samband við hana eftir áramótin og beðið hana að syngja lögin af plötunni á Þjóðlagahátíð, sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. „Félagar úr Caput hópnum og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins spila með mér. Flautusnillingurinn okkar Kolbeinn Bjarnason verður í þessum hópi," útskýrir Kristín og nefnir að gítarleikarinn Kristján Edelstein verði einnig með. „Mér finnst skemmtilegt að hann er sonur fyrsta tónlistarkennarans míns, Stefáns Edelstein." Ætlarðu sjálf á tónleika á Þjóðlagahátíð? „Já, ég ætla endilega að komast á tónleika og njóta þess sem er í boði. Mig langar meðal annars að lauma mér inn á fyrirlestra sem haldnir eru í Þjóðlagaakademíunni en þar er hægt að fræðast heilmikið um íslensku þjóðlögin." martaf@frettabladid.is
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira