Erlent

Mikil flóð í Kaupmannahöfn

Nýhöfnin í Kaupmannahöfn
Nýhöfnin í Kaupmannahöfn Mynd úr safni
Mikil flóð eru í Kaupmannahöfn og voru margar götur í borginni ófærar í gærkvöldi og voru þær áfram lokaðar í morgun, að því er fram kemur á vef Berlingske Tidende.

Ástæðan er gífurlegt úrhelli í borginni og nærliggjandi svæðum. Sérstakar sveitir vinna hörðum höndum að því að dæla vatni af hraðbrautum til að tryggja greiðar samgöngur, en danska blaðið segir að menn setji sig í nokkra hættu við þau verk vegna mikils vatnsmagns á brautunum.

Hraðbrautir og götur kenndar við Holbæk, Köge, Lyngby og Amager voru allar lokaðar í morgun. Danska veðurstofan sendi frá sér viðvörun um að von gæti verið á öðru úrhelli í Kaupmannahöfn og öðrum stöðum á Sjálandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×