Innlent

Svandís leggst gegn álveri í Helguvík

JMG skrifar
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra segir álver í Helguvík vera óraunhæft. Hægt sé að gera bæði umhverfisvænari og arðbærari verkefni fyrir atvinnulífið á Reykjanesi.

Bæjarstóri Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, hefur lýst því yfir í fréttum að hann vilji nú í framhaldi af kísilveri í Helguvík að álversverkefni á sama stað gangi eftir. Það verkefni sé mun stærra og hafi víðtækari áhrif svo sem fyrir atvinnulífið.

Því er Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ekki sammála. Hún segir kísilverið vera ánægjuleg tímamót, sérstaklega í ljósi þess að það muni skapa fleiri störf fyrir megavattið heldur en í áliðnaði sem er mikilvægast fyrir suðurnesin þar sem þörf er á fleiri störfum.

Hún segir jarðvarmann vera viðkvæman og við þurfum að huga vel að því hvernig við nýtum hann til lengri tíma litið.

Svandís er þeirrar skoðunar að skoða megi aðrar leiðir til að auka atvinnu á Reykjanesi til dæmis hugmyndir um eldfjallaþjóðgarð sem getur laðað að þúsundir ferðamanna, helsta fyrirmyndin þar sé Hawaii. Stóriðjustefnan sé ekki alltaf lausnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×