Innlent

Gjaldþrot einstaklinga færri en fyrir hrun

Mynd úr safni
Fjöldi gjaldþrotaúrskurða á búum einstaklinga hefur ekki fjölgað eftir hrun. Gjaldþrotum fjölgar lítillega milli áranna 2009 og 2010, þegar þeim fjölgaði úr 112 í 139. Árið 2008, sama ár og bankakerfi Íslands hrundi, voru gjaldþrotaúrskurðir 201.

Þetta kemur fram í tölum sem Umboðsmaður skuldara fékk frá Dómstólaráði og birtir á vef sínum.

Frá og með árinu 2000 eru flestir gjaldþrotaúrskurðir það sama ár, eða 478. Frá árinu 2005 er það aðeins árið 2008 sem gjaldþrotin fara yfir 200. Fæst gjaldþrotin eru hins vegar ári síðar, 2009.

Mynd af vef umboðsmanns skuldara
Frá 1. janúar til 27. apríl 2011 voru 51 bú einstaklinga tekin til gjaldþrotaskipta. Á vef umboðsmanns skuldara segir að ef tíðni úrskurða verður svipuð á næstu tveim ársþriðjungum má búast við að fjöldi gjaldþrotaúrskurða verði aðeins fleiri en árið 2010, en svipaður og var árið 2007.

Sjá nánar á vef umboðsmanns skuldara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×