Innlent

Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara

Mynd//Pjetur
Fundarhöldum var fram haldið hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Aðilar vinnumarkaðarins funduðu fram á miðnætti í gærkvöldi og er jafnvel reiknað með að skrifað verði undir kjarasamninga um laun á almennum vinnumarkaði síðar í dag.

Reikna má með að samningarnir feli í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu við undirritun og tólf til þrettán prósenta almenna launahækkun á þriggja ára samningstíma. Fyrirvarar eru í samningunum varðandi aðkomu stjórnvalda að þeim en ef samningsaðilum sýnist stjórnvöld ekki uppfylla ákveðin skilyrði fyrir lok júnímánaðar, munu kjarasamningarnir einungis gilda í eitt ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×