Innlent

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag

MYND/Arnþór
Breytingar verða á áætlun Herjólfs í siglingum milli lands og eyja í dag. Fyrsta ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum er klukkan 7:30 og siglt verður til Þorlákshafnar og aftur til Vestmannaeyja frá Þorlákshöfn klukkan 11:15.

Önnur ferð Herjólfs verður farin frá Vestmannaeyjum klukkan 16:00 í Landeyjahöfn og aftur til Vestmannaeyja klukkan 17:40.

Þriðja og síðasta ferð Herjólfs fer frá Vestmannaeyjum kukkan 19:00 í Landeyjahöfn og aftur til Vestmannaeyja klukkan 20:15.

Í tilkynningu frá Eimskipum er farþegar beðnir að mæti ekki síðar en 30 mínútum fyrir brottför til að koma í veg fyrir tafir. Það er áréttað að þessar áætlanir eru einungis fyrir daginn í dag og eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum á www.herjolfur.is og í fjölmiðlum.

Mikið er bókað í þessar ferðir nú þegar og eru farþegar beðnir um að tryggja sér farmiða áður en lagt er af stað til Landeyjahafnar. Tekið skal fram að mikið álag getur verið á símkerfi Herjólfs og eru viðskiptavinir beðnir velvirðingar á þeim töfum sem geta orðið geta í símsvörun.

Farþegar eru minntir á að ætla sér tíma til aksturs að Landeyjarhöfn en hann tekur um  tvær klukkustundir frá Reykjavík við bestu skilyrði.

Áætlun Herjólfs fyrir morgundaginn verður gefin út á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×