Innlent

Um 160 manns gengu á Mosfell

Metþátttaka var í morgungöngu Ferðafélags Íslands í gærmorgun þegar gengið var á Mosfell við sólarupprás. Fréttablaðið/gva
Metþátttaka var í morgungöngu Ferðafélags Íslands í gærmorgun þegar gengið var á Mosfell við sólarupprás. Fréttablaðið/gva
Metþátttaka var í morgungöngu Ferðafélags Íslands í gærmorgun þegar um 160 manns gengu á Mosfell í Mosfellsdal. Göngumenn lögðu upp í góðu veðri klukkan rúmlega sex árdegis.

Hvern dag í þessari viku er gengið á fjall í nágrenni Reykjavíkur og er þetta sjötta árið sem Ferðafélagið efnir til gönguferða af þessu tagi. Fararstjórn annast Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.

„Þetta er mesti fjöldi sem hefur mætt í göngu. Það kemur manni alltaf svolítið á óvart hve margir eru viljugir að taka daginn snemma,“ segir Páll Ásgeir Ásgeirsson fararstjóri, sem var þó sestur við morgunverðarborðið klukkan hálf níu í gærmorgun eftir góða göngu.

Fjall morgundagsins er Helgafell í Mosfellsdal.- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×