Innlent

Lítil aðstoð í seinkun á flugi

Svo virðist sem meirihluti farþega fái litla sem enga aðstoð frá flugfélögum þegar flugi þeirra seinkar.
Svo virðist sem meirihluti farþega fái litla sem enga aðstoð frá flugfélögum þegar flugi þeirra seinkar.
Helmingur þeirra sem tóku þátt í könnun Neytendasamtakanna og Evrópsku neytendaaðstoðarinnar um réttindi flugfarþega sagðist fara til útlanda með flugi einu sinni til tvisvar á ári.

Um 32 prósent svarenda sögðust hafa orðið fyrir þriggja klukkustunda óvæntri seinkun í millilandaflugi. Um 66 prósent kváðust enga aðstoð hafa fengið vegna seinkunarinnar. Um 23 prósent svarenda höfðu lent í tveggja stunda eða lengri seinkun í innanlandsflugi.

Einungis bárust 75 svör í könnuninni og segir í tilkynningu Neytendasamtakanna að langt sé frá því að niðurstöðurnar feli í sér nákvæmar upplýsingar um raunverulega stöðu flugfarþega.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×