Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í morgun samúðarkveðjur til Haraldar Noregskonungs og norsku þjóðarinnar. Í kveðjunni lýsti forseti djúpri samúð allra Íslendinga vegna hinna skelfilegu atburða í Noregi. Hugur okkar væri hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem látist hefðu og við vonuðum að þau hefðu styrk til að glíma við hina miklu sorg.
Á stundum sem þessum yrði bræðralag norrænna þjóða að ríkum samhug og samstöðu; lýðræði, menning og réttarríki vörn gagnvart örlagaþrungnum áföllum.
Í kveðjunni til Noregskonungs kom jafnframt fram að á morgun myndi forseti sækja guðsþjónustu í Reykholtskirkju, stað Snorra Sturlusonar, þar sem beðið yrði fyrir norskri vinaþjóð.
Innlent