Erlent

Hundruð mjólkurframleiðslufyrirtækja lokað í Kína

Mjólk.
Mjólk.
Nærri helmingur mjólkurframleiðslufyrirtækja Kína hefur verið lokað af kínverskum yfirvöldum, eða 533 verksmiðjur.

Ástæðan eru verulega hertar öryggiskröfur eftir að barn lést og yfir 300 þúsund börn veiktust heiftarlega árið 2008 vegna þess að framleiðendur bættu melamíni í drykkina til þess að auka prótín í drykkjunum.

Yfirvöld skipuðu verksmiðjunum að hætta störfum í dag en aðeins 107 verksmiðjur fá að sækja um nýtt leyfi til framleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×