Erlent

Hvetja aðildarríki til að frysta eignir Gaddafi

Gaddafi
Gaddafi
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti að setja viðskiptabann með vopn á Líbýu í gærkvöldi og hvatti aðildarríki samtakanna til að frysta allar eignir Muhammars Gaddafi, fjögurra sona hans, dóttur og tíu helstu samstarfsmanna.

Ályktunin var samþykkt með fimmtán atkvæðum í öryggisráðinu eftir langar umræður. Í ályktun ráðsins fellst einnig ferðabann á Gaddafi fjölskylduna og helstu samstarfsmenn.

Fyrr í gær hafði öryggisráðið samþykkt að vísa blóðugum árásum liðsmanna Gaddafi á mótmælendur til stríðsglæpadómstólsins til að rannsaka hvort mögulega hafi átt sér stað glæpir gegn mankyninu.

Þá lýsir öryggisráðið yfir hryggð sinni vegna skipulegs ofbeldis á mótmælendum og brotum á mannréttindum almennings meðal annars með því að bæla niður friðsöm mótmæli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×