Enski boltinn

Ronaldinho fer ekki til Englands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldinho í leik með AC Milan í síðasta mánuði.
Ronaldinho í leik með AC Milan í síðasta mánuði. Nordic Photos / AFP

Massimiliano Allegri, stjóri AC Milan, hefur staðfest að Ronaldinho muni fara aftur til Braslíu og spila þar.

Blackburn bauð Ronaldinho þriggja ára samning við félagið sem myndu tryggja honum 20 milljónir punda í tekjur.

En nú þykir öruggt að kappinn mun halda aftur á heimaslóðir og spila með Gremio, sínu gamla félagi.

Brasilískir fjölmiðlar hafa fullyrt að Ronaldinho muni á næstunni skrifa undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.

„Okkur finnst öllum leiðinlegt að missa jafn sterkan leikmann og Ronaldinho en hann hefur ákveðið að breyta til og fara aftur til Brasilíu."

Núverandi samningur Ronaldinho við AC Milan rennur út í lok leiktíðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×