Segist saklaus af njósnum - sérsveit í viðbragðsstöðu vegna handtöku 27. ágúst 2011 11:35 Sérsveitarmaður. Athugið að myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint. „Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. Hann er sakaður um að hafa komið fyrir fyrir ökurita í Skoda Octavia bíl sem fyrrum sambýliskona hans, Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, notaði, án vitneskju hennar, og er grunaður um að hafa fylgst þannig með ferðum hennar. Bifreiðin var í eigu Þorsteins en samkvæmt ökutækjaskrá er hún skráð á son þeirra. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Þorsteinn vill ekki tjá sig mikið um málið, „mér þykir vænna um Siv en að ég fari í einhvern leðjuslag við hana í fjölmiðlum," segir hann. Þorsteinn er hinsvegar ósáttur við framgöngu lögreglunnar. Hann segir viðbúnaðinn vegna málsins hafa verið óeðlilega mikinn. Meðal annars hafi sérsveitarmenn hefðu verið í viðbragðsstöðu þegar hann var færður til skýrslutöku, þó svo að sérsveitarmenn hafi ekki þurft að liðsinna lögreglumönnunum á heimili Þorsteins umrætt kvöld. „Þeir komu þarna mér að óvörum á föstudagskvöldi. Ég var að fara verka jólagæsina þegar þeir birtast mér sem Vottar Jehóvar við dyrnar," segir Þorsteinn þegar hann lýsir kvöldinu sem lögreglan bankaði upp á dyrnar hjá honum. Þorsteini var brugðið þegar lögreglan tilkynnti honum að hann yrði að fara með þeim niður á lögreglustöð í skýrslutöku. Hann segir samskipti sín við lögregluna hafa verið undarleg, og stendur í þeirri trú að það hafi verið brotið á hans eigin friðhelgi í þeim samskiptum. Ákæran á hendur Þorsteini verður þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Tengdar fréttir Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
„Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn Húnbogason, sem hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum. Hann er sakaður um að hafa komið fyrir fyrir ökurita í Skoda Octavia bíl sem fyrrum sambýliskona hans, Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, notaði, án vitneskju hennar, og er grunaður um að hafa fylgst þannig með ferðum hennar. Bifreiðin var í eigu Þorsteins en samkvæmt ökutækjaskrá er hún skráð á son þeirra. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Þorsteinn vill ekki tjá sig mikið um málið, „mér þykir vænna um Siv en að ég fari í einhvern leðjuslag við hana í fjölmiðlum," segir hann. Þorsteinn er hinsvegar ósáttur við framgöngu lögreglunnar. Hann segir viðbúnaðinn vegna málsins hafa verið óeðlilega mikinn. Meðal annars hafi sérsveitarmenn hefðu verið í viðbragðsstöðu þegar hann var færður til skýrslutöku, þó svo að sérsveitarmenn hafi ekki þurft að liðsinna lögreglumönnunum á heimili Þorsteins umrætt kvöld. „Þeir komu þarna mér að óvörum á föstudagskvöldi. Ég var að fara verka jólagæsina þegar þeir birtast mér sem Vottar Jehóvar við dyrnar," segir Þorsteinn þegar hann lýsir kvöldinu sem lögreglan bankaði upp á dyrnar hjá honum. Þorsteini var brugðið þegar lögreglan tilkynnti honum að hann yrði að fara með þeim niður á lögreglustöð í skýrslutöku. Hann segir samskipti sín við lögregluna hafa verið undarleg, og stendur í þeirri trú að það hafi verið brotið á hans eigin friðhelgi í þeim samskiptum. Ákæran á hendur Þorsteini verður þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum.
Tengdar fréttir Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Funda áfram á morgun Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. 26. ágúst 2011 18:42