Viðskipti erlent

Fær 44 milljarða frá Apple

JHH skrifar
Cook er ekki á flæðaskeri staddur. Mynd/afp.
Cook er ekki á flæðaskeri staddur. Mynd/afp.
Tim Cook, nýr forstjóri Apple, fær eina milljón hluti í fyrirtækinu, samkvæmt samningi sem hann hefur gert. Þessi bónus er 383 milljóna dala virði miðað við gengi hlutabréfanna í dag. Upphæðin jafngildir um 44 milljörðum króna.

Tilkynnt hefur verið um þetta til bandarískra stjórnvalda, eins og lög gera ráð fyrir. Cook fær helminginn af hlutnum árið 2016 og hinn helminginn árið 2021.

Cook tók við forstjórastöðunni af Steve Jobs í vikunni. Jobs hefur átt við erfið veikindi að stríða undanfarin ár. Jobs verður samt ennþá stjórnarformaður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×