Tiger segir gamla kylfusveininn sinn ekki vera kynþáttahatara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2011 14:45 Tiger Woods og Steve Williams. Mynd/AFP Tiger Woods viðurkennir að ljót orð gamla kylfusveins hans, Steve Williams, hafi sært hann en að hann sé samt tilbúinn að bæði fyrirgefa og verja orðspor Williams. Tiger Woods lét Steve Williams fara í júlí en Williams hafði verið kylfusveinn Tigers í tólf ár og notið góðs af fjölmörgum sigrum Woods í gegnum tíðina. Williams drullaði yfir Woods þegar hann fór upp á svið í matarboði í tengslum við HSBC-mótið í Sjanghæ. Williams var þá beðinn um að útskýra viðbrögð sín eftir að hann aðstoðaði Adam Scott við að vinna Bridgestone-mótið í ágúst. Það var fyrsta mót þeirra saman en Williams sagði það hafa verið sætasta sigurinn á ferlinum. Williams virðist eiga erfitt með að sætta sig við að Tiger hafi rekið hann síðpasta sumar og ummæli hans í umræddri veislu voru það vafasöm að menn litu á þau sem kynþáttaníð. „Það var rangt af honum að segja þetta en við horfum fram á veginn. Þetta var sárt en lífið heldur áfram," sagði Tiger Woods. „Hann átti aldrei að láta þetta út úr sér og hann óskar þess líka sjálfur að hafa aldrei sagt þetta. Við ræddum þetta auglitis til auglitis á mánudaginn og hann baðst afsökunnar," sagði Woods og segist vera þess fullviss um að Steve Williams sé ekki kynþáttahatari. Stöð 2 sport sýnir frá mótinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um útsendingarnar hér. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods viðurkennir að ljót orð gamla kylfusveins hans, Steve Williams, hafi sært hann en að hann sé samt tilbúinn að bæði fyrirgefa og verja orðspor Williams. Tiger Woods lét Steve Williams fara í júlí en Williams hafði verið kylfusveinn Tigers í tólf ár og notið góðs af fjölmörgum sigrum Woods í gegnum tíðina. Williams drullaði yfir Woods þegar hann fór upp á svið í matarboði í tengslum við HSBC-mótið í Sjanghæ. Williams var þá beðinn um að útskýra viðbrögð sín eftir að hann aðstoðaði Adam Scott við að vinna Bridgestone-mótið í ágúst. Það var fyrsta mót þeirra saman en Williams sagði það hafa verið sætasta sigurinn á ferlinum. Williams virðist eiga erfitt með að sætta sig við að Tiger hafi rekið hann síðpasta sumar og ummæli hans í umræddri veislu voru það vafasöm að menn litu á þau sem kynþáttaníð. „Það var rangt af honum að segja þetta en við horfum fram á veginn. Þetta var sárt en lífið heldur áfram," sagði Tiger Woods. „Hann átti aldrei að láta þetta út úr sér og hann óskar þess líka sjálfur að hafa aldrei sagt þetta. Við ræddum þetta auglitis til auglitis á mánudaginn og hann baðst afsökunnar," sagði Woods og segist vera þess fullviss um að Steve Williams sé ekki kynþáttahatari. Stöð 2 sport sýnir frá mótinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um útsendingarnar hér.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira