Lífið

Söng fyrir Norðmenn

Innlifun Það var töfrandi andrúmsloft í Sandvíka á hátíðinni þar sem Bergljót Arnalds frumflutti lag eftir sig.
Innlifun Það var töfrandi andrúmsloft í Sandvíka á hátíðinni þar sem Bergljót Arnalds frumflutti lag eftir sig.
„Það var virkilega sterk og falleg upplifun að koma þarna fram,“ segir söng- og leikkonan Bergljót Arnalds en hún frumflutti lag eftir sig á hátíðinni Hjertefred í Noregi á sunnudaginn fyrir þúsundir manna.

Hátíðin er haldin árlega í Noregi í bænum Sandvika, rétt fyrir utan Ósló. Meginmarkmið hátíðarinnar er að minnast hinna látnu og var hátíðin ekki síst magnþrungin í ár vegna árásarinnar í Útey í sumar. Bergljót frumflutti lagið Hjartsláttur, sem hún byggir á hjartslætti, en hún vann lagið meðal annars með Bjarka útsetjara.

Atriði Bergljótar vakti mikla athygli en hún kom siglandi á gömlum bát niður upplýsta á og var á forsíðu staðardagblaðsins daginn eftir og í sjónvarpsfréttum NRK um hátíðina. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég flyt sjálf mína eigin tónlist og var ég með mikinn fiðring í maganum,“ segir Bergljót.

Bergljót fékk boð á hátíðina gegnum stofnanda hennar, Björg Þórhallsdóttur. Björg kom á hátíð Bergljótar, Kærleikar, í byrjun árs og bauð henni í kjölfarið að koma út og syngja.

„Pabbi minn féll frá í byrjun árs og það er gott að gefa sér tíma í að syrgja. Það þekkja allir einhvern sem hefur fallið frá og maður hefur gott af því að staldra við í lífinu og minnast. Þetta var falleg kvöldstund og ótrúlega gaman hvað þetta tókst vel allt saman.“-áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.