Erlent

Með tómatafælni en elskar tómatsósu

Skjáskot af síðu Metro.co.uk.
Skjáskot af síðu Metro.co.uk.
Kayleigh Barker er tuttugu og tveggja ára þjónn á veitingastað í Southampton. Það er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að hún er með tómatafælni, eða á slæmri íslensku fóbíu. Og það sem meira er, hún elskar tómatsósu.

„Ef það er tómatur á disknum sem ég á að færa viðskiptavinum þá bið ég annan um að fara með hann, ég get ekki einu sinni horft á diskinn," segir Kayleigh sem er haldin Lycopersicoa fóbíu.

„Einu sinni fyllti vinur minn vasana mína af tómötum án þess að ég vissi af því,“ segir hún og kveðst hafa fríkað út. „Svo lét yfirmaður minn mig einu sinni loka augunum og sagðist ætla að gefa mér gjöf og lét tómata í hendurnar á mér. Ég hljóp út af veitingastaðnum og gat ekki mætt aftur til vinnu þann dag,“ segir hún.

En þrátt fyrir tómatafælnina þá elskar hún tómatsósu. Sálfræðingur sem er sérfræðingur í fælnum hjá fólki segir að það sé í meira lagi furðulegt. „Það er mjög skrýtið, ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir hann við breska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×