Erlent

UNICEF safnar fyrir börn í Líbíu

Gaddafi, einræðisherra Líbíu
Gaddafi, einræðisherra Líbíu
UNICEF á Íslandi hefur hafið söfnun vegna hjálparstarfs UNICEF í Líbíu. Óróleiki og átök í landinu ógna lífi og velferð mörg þúsunda barna í landinu. Um hundrað þúsund manns hafa flúið yfir til nágrannaríkjanna Egyptalands og Túnis og er meirihluti þeirra konur og börn. Sem fyrr eru börn sérstaklega berskjalda þegar neyðarástand ríkir.

Hægt er að styrkja neyðarstarf UNICEF með því að greiða inn á reikning 515-26-102040 (kt. 481203-2950). Einnig er hægt að hringja í síma 908-1000 (1.000 krónur), 908-3000 (3.000 krónur) eða 908-5000 (5.000 krónur).

Helstu verkefni UNICEF snúa að því að vernda börn gegn ofbeldi og misnotkun, sjá til þess að þau hafi aðgang að nauðsynlegri heilsugæslu og hreinu vatni, tryggja lágmarkshreinlæti til að koma í veg fyrir útbreiðsælu farsótta og veita sálrænan stuðning.

Sjá vefsíðu UNICEF.IS




Fleiri fréttir

Sjá meira


×