Erlent

Danskir unglingar stórnotendur á klámi

Dönsk ungmenni á Roskilde-tónlistarhátíðinni. Mynd/AFP
Dönsk ungmenni á Roskilde-tónlistarhátíðinni. Mynd/AFP
72 prósent danskra unglingspilta og 3,6 prósent danskra unglingsstúlkna horfa á klámefni á netinu, í sjónvarpi eða í blöðum tvisvar sinnum í viku eða oftar og falla því undir skilgreiningu fræðimanna á stórnotendum á klámi.

Danskir unglingar nota klám í mun meiri mæli en jafnaldrar á hinum Norðurlöndunum, samkvæmt könnunum. Samsvarandi hlutfall í Svíþjóð er 37 prósent hjá drengjum en 1,5 prósent hjá stúlkum.

Í samtali við Politiken segir sagn- og kynjafræðingurinn Anette Dina Sørensen að menning Dana sé mun umburðarlyndari gagnvart klámi en menning annarra Norðurlandaþjóða.- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×