Erlent

Gaddafi lofar sögulegu stríði

Gaddafi
Gaddafi
Loftárásir voru gerðar á liðsmenn Gaddafís í nótt þar sem þeir þjörmuðu að uppreisnarmönnum í og við borgina Misrata. Flugbann hefur ekki náð að koma í veg fyrir blóðsúthellingar almennra borgara.

Bandamenn segja að lofther Líbíu sé ekki lengur til. Hann hefur verið sprengdur upp í látlausum árásum undafarnar nætur. Herþotur bandamann ráða því lögum og lofum í lofthelgi landsins.

En vandamálið er að bardagar hafa haldið áfram á jörðu niðri. Og óbreyttir borgarar eru í víglínunni.

Hörðustu bardagarnir hafa geisað í Misurata og Addjíbí undanfarna daga. Stóru fréttamiðlarnir hafa ekki hætt sér þangað og því eru einu vísebndingarnar um skelfinguna þar að fá úr upptökum úr gsm símum sem enda á netinu.

Bandamenn hafa blandað sér í átökin í Líbíu af meira afli en búist var við. Til að mynda var flugskeytum skotið á liðsmenn Gaddafis þar sem þeir þjörmuðu að uppreisnarmanna í Misurata.

Nú er unnið að því að koma hjálpargögnum þangað, vatni og matvælum. En átökin standa enn yfir og lýkur ekki í bráð að minnsta kosti ekki á meðan Gaddafi nýtur enn stuðnings í höfuðborginni Trípolí þar sem hann ávarpaði mannfjöldann í gærkvöldi og lofaði sögulegu stríði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×