Erlent

Vörubílstjóri lyfti lóðum undir stýri

Hann fór heldur óhefðbundnar leiðir til að stækka vöðvana vörubílstjórinn sem var stöðvaður á hraðbraut í Þýskalandi á dögunum. Lögreglumenn sem keyrðu fram hjá vörubílnum hans sáu að hann var að lyfta lóðum á sama tíma og hann var að keyra risastóran vörubíl.

Lögreglumennirnir stöðvuðu hann og tjáðu honum að ekki væri leyfilegt að lyfta lóðum á meðan hann keyrði bíl - hvað þá stóran vörubíl. Vörubílstjórinn neitaði þá að hafa brotið lög og sagði að ekki væri minnst á það í lögum að bannað væri að lyfta lóðum undir stýri.

„Lögreglumennirnir tjáðu honum að það væri ekki rétt,“ segir talsmaður lögreglunnar.

Vörubílstjórinn fékk sekt upp á 80 evrur og einn punkt í ökuferilsskrá sína.

Ekki fylgir sögunni hversu þung lóðin voru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×