Erlent

Loftárásir á Líbíu: 88% Svía fylgjandi en 10% á móti

Aðgerðir herja Vesturlanda gegn stjórn Gaddafí í Líbíu, njóta stuðnings 88% sænsku þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnun dagblaðsins Expressen. Tíu prósent sögðust andvíg hernaðinum.

Þá segjast 65% fylgjandi því að sænskir hermenn verði sendir til þátttöku í hernaðaraðgerðum í Líbíu en 33% eru andvíg. „Við höfum sagt að við séum tilbúin til að veita nauðsynlegan stuðning á þeim sviðum þar sem okkar styrkur liggur,“ segir Carl Bildt utanríkisráðherra í samtali við Expressen en vildi ekki tjá sig um hvort ákvörðun um að senda sænskan herafla til þátttöku í aðgerðinni væri yfirvofandi. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×