Innlent

Sjö sækja um embætti ríkissaksóknara

Valtýr Sigurðsson sagði óvænt upp á dögunum.
Valtýr Sigurðsson sagði óvænt upp á dögunum.
Sjö umsóknir bárust um embætti ríkissaksóknara en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar sl. Umsóknirnar verða nú sendar til meðferðar hjá hæfnisnefnd er skal vera ráðherra til fulltingis við undirbúning skipunar í embættið og skila honum rökstuddu og skriflegu mati á hæfni umsækjenda. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl nk. en þá lætur Valtýr Sigurðsson af störfum.

Umsækjendur um embætti ríkissaksóknara í stafrófsröð:

Egill R. Stephensen, lögfræðingur við embætti tollstjóra.

Helgi Magnús Gunnarsson, aðstoðarsaksóknari Alþingis og saksóknari við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.

Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Kolbrún Sævarsdóttir, settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi.

Sigríður J. Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis og vararíkissaksóknari (í leyfi).

Sigríður Elsa Kjartansdóttir, settur vararíkissaksóknari og saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×