Innlent

Björn að leggja lokahönd á bók um Baugsmálið

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra er að leggja lokahönd á bók sem hann hefur skrifað um Baugsmálið. Í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Björn að bókin lýsti umræðunum sem voru í blöðunum og á stjórnmálavettvangi á þessum tíma, sem voru að hans sögn tímar mikilla umbrota og átaka í íslensku samfélagi.

Að sögn Björns er bókin um 400 blaðsíður að lengd og vonast hann til að hún komi út í næsta mánuði. Björn mun í bókinni leggja áherslu á pólitísku hlið málsins og hvernig málið kom fyrir í fjölmiðlum. Minni áhersla verði á dómsmálið sjálft.

Þá segist Björn einnig fara yfir fjölmiðlamálið 2004 og ýmis mál sem settu svip sinn á stjórnmálaumræðurnar á sama tíma á árunum 2002 til 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×