Innlent

Reykjavíkurborg metanvæðir bílaflotann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reykjavíkurborg metanvæðir bílaflotann. Mynd/ Arnþór.
Reykjavíkurborg metanvæðir bílaflotann. Mynd/ Arnþór.
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að auglýsa eftir tilboðum í 49 fólksbifreiðar sem hafa tvíeldsneytisvél. Það er vél sem gengur fyrir metani og bensíni. Leitað er eftir kaupum á minni fólksbifreiðum, en þær verða einkum notaðar vegna heimahjúkrunar. Gert er ráð fyrir að bifreiðarnar fáist afhentar í sumar og tekur það mið af samningstíma núgildandi rekstrarsamninga.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að borgin hafi um 150 bifreiðar í rekstri og sé litið á útboðið núna sem mikilvægan áfanga í að metanvæða allan bílaflotann. Þegar hafi sorpbifreiðar borgarinnar verið metanvæddar. Áherslur á metanbifreiðarnar sé í samræmi við umhverfisstefnu Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×