Innlent

Hafna skýringum vísindamanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyjafjallajökull.
Eyjafjallajökull.
Ryanair flugfélagið hafnar algerlega fullyrðingum sem fram koma í skýrslu danskra og íslenskra vísindamanna um að eðlilegt hafi verið að setja flugbann þega Eyjafjallajökull gaus í fyrra. Þetta kemur fram á vefnum Air & Business Travel News.

Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að gjóskan úr Eyjafjallajökli hafi verið mjög fínkornótt. Ef hún hefði lent á flugvélum hefði hún sandblásið þær þannig að gluggar hefðu getað orðið ógegnsæir. Gjóskan hefði líka getað stoppað hreyflana.

Stephen McNamara, hjá Ryanair, segir hins vegar að skýrslan sé einungis til þess fallin að breiða yfir mistök vísindamanna og eftirlitsaðila sem hafi staðið að lokun flugvalla í Evrópu þótt engin ógn hafi stafað af eldgosinu annarsstaðar en á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×