Innlent

Rafiðnaðarsambandið vill deiluna til ríkissáttasemjara

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands hefur lagt til að kjaradeilu sambandsins verði vísað til ríkissáttasemjara.

Í ályktun sem miðstjórn samþykkti leggur hún til við þing sambandsins, sem kemur saman á morgun, að kjaradeilu vegna almenna kjarasamnings sambandsins og kjarasamninga sem eru tengdir þeim samning verði vísað nú þegar til ríkissáttasemjara. Miðstjórn telur að þau stéttarfélög sem hafa staðið að gerða þessa samnings stefni sem fyrst á allsherjarverkfall.

Þegar hafa Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, Verslunarmannafélag Reykjavíkur og Landsamband verslunarmanna hafa öll ásamt félögum flugvirkja og flugumferðarstjóra vísað deilum sínum til Ríkissáttasemjara.

Í ályktun miðstjórnar Rafiðnaðarsambandsins segir að Samtök atvinnulífsins hafi gripið reglulega inn í kjaraviðræðurnar vegna sérdeilu sem Landssamband íslenskra útvegsmann á við stjórnvöld.

„Rafiðnaðarsambandið er ásamt flestum öðrum stéttarfélögum ekki samningsaðili gagnvart LÍÚ.

Með þessu hátterni hefur LÍÚ komið í veg fyrir að launafólk fái réttmætar launahækkanir og að atvinnulífið nái tilbaka eðlilegum styrk. Þetta lýsir óbilgirni sérhagsmunahóps sem beitir purkunarlaust fyrir sig almennu launafóli sem býr við skertan kaupmátt, á meðan útgerðarmenn hagnast á slakri stöðu krónunnar.

Þeirra hagsmunir eru augljóslega fólgnir í að viðhalda þessari stöðu sem lengst og jafnframt því að verja stöðu sína í veiðiréttindamálum. En um það ríkja ákaflega misjafnar skoðanir meðal fólks og óbilgjarnt að tengja það saman við kjarabaráttu launamanna," segir í ályktun miðstjórnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×