Innlent

Byrjuð að að undirbúa verkfallsaðgerðir

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Nokkur stór verkalýðsfélög hafa byrjað undirbúning verkfallsaðgerða með því að vísa deilum sínum við atvinnurekendur til Ríkissáttasemjara.

Flóabandalagið, VR og Starfsgreinasambandið hafa gert þetta og í dag mun aðgerðarhópur Starfsgreinasambandsins koma saman til að móta næstu skref. Samtök atvinnulífsins hafnaði formlega á fundi í gær tilboði Starfsgreinasambandsins um kjarasamning.

Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins sagði í samtali við fréttastofu í gær að gripið yrði til verkfallsvopnsins ef ekki tækist að ná samningum á næstu dögum.

Ekkert miðaði í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins í gær og í raun eru allar kjaraviðræður komnar í hnút vegna þeirrar afstöðu SA forystunnar að ekki sé hægt að semja um kjaramál fyrr en samið hafi verið við stjórnvöld um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×