Innlent

Fær bætur fyrir slys í ofsaakstri

mYND ÚR SAFNI
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingafélagið Vörð til að greiða manni ríflega 7,3 milljónir króna í bætur vegna vélhjólaslyss sem hann lenti í árið 2007. Maðurinn örkumlaðist í slysinu.

Maðurinn ók Breiðholtsbrautina á ofsahraða undan lögreglu ásamt félaga sínum, fyrrverandi formanni Sniglanna. Maðurinn féll í götuna þegar hann ók aftan á bíl í eftirförinni miðri.

Manninum er gert að bera helming tjóns síns sjálfur, enda hafi hann sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með akstri sínum.

Félagi hans hefur í Hæstarétti verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ofsaaksturinn.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×