Innlent

Þrír sitja inni vegna nauðgana

Lögreglan handtók þrjá menn, sem sitja nú allir í gæsluvarðhaldi.
Lögreglan handtók þrjá menn, sem sitja nú allir í gæsluvarðhaldi.
Tvær konur kærðu nauðgun til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um nýliðna páska. Þrír karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi vegna þessara tveggja mála.

Kona, fædd 1962, kærði nauðgun í heimahúsi í Kópavogi. Maðurinn sem hún kærði er á svipuðum aldri og hún og býr hann á staðnum þar sem hin meinta nauðgun átti sér stað aðfaranótt páskadags. Konan fór á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og var lögreglan kvödd þangað.

Þá kærði kona um tvítugt tvo menn fyrir nauðgun á föstudaginn langa. Hún fór einnig á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og lagði síðan fram kæru hjá lögreglunni á föstudagskvöldið. Mennirnir voru kærðir fyrir að nauðga henni á heimili hennar. Þeir voru handteknir um nóttina, annar skömmu fyrir miðnætti og hinn eftir miðnætti, þar sem þeir voru að skemmta sér hvor í sínu lagi.

Mennirnir tveir eru báðir fæddir árið 1988 og voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á föstudag. Grunur leikur á að þeir hafi nauðgað konunni í sameiningu og beitt hana grófu ofbeldi og þvingunum.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×