Erlent

Grænfriðungar fá risareikning

Óli Tynes skrifar
Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson.
Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson.
Skoska fyrirtækið Cairn Energy krefur Grænfriðunga um 320 milljónir íslenskra króna fyrir hvern dag sem þeir trufla boranir á olíuborpallinum Leifi Eiríkssyni undan strönd Grænlands. Átján Grænfriðungar hafa verið handteknir fyrir að trufla starfsemina með því að halda til í björgunarhylki sem þeir festu undir pallinn.

 

Pallurinn er í norskri eigu en leigður til Skoska fyrirtækisins Cairn Energy. Það hefur stefnt Grænfriðungum fyrir rétt í Hollandi í dag til þess að freista þess að fá kröfu sína staðfesta. Grænfriðungar hafa höfuðstöðvar sínar í Amsterdam og þar er varnarþing þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×