Erlent

Á annað hundrað látnir eftir ferjuslys

Meðal þeirra sem komu til bjargar voru sjómenn.
Meðal þeirra sem komu til bjargar voru sjómenn. Mynd Reuters
Á annað hundrað eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að ferja sökk utan við strendur tansanísku eyjunnar Zanzibar í gærkvöldi.

Að minnsta kosti 163 létu lífið í ferjuslysinu og yfir 100 er enn saknað. Ferðalangarnir voru á leið heim eftir að hafa fagnað lokum Ramadan-mánaðar, en talið er að yfir 500 manns hafi verið um borð, eða mun fleiri en ferjan hafði leyfi til að rýma. Hún var í raun svo troðfull að nokkrir neituðu að ferðast með henni þegar hún lagði upp í ferð sína.

Þarlend yfirvöld hafa beðið alþjóðarsamfélagið um aðstoð þar sem björgunarstörfin eru þeim um megn. 325 hefur þegar verið bjargað en þar af eru 40 alvarlega slasaðir. Eftirlifendur slyssins hafa verið fluttir til Stone Town, höfuðborgar Zanzibar, en þar bíða fjölmargir eftir fregnum af afdrifum ættingja sinna og vina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×