Eitt það skemmtilegasta sem prakkarar á Twitter stunda er að lýsa yfir dauða einhvers frægs leikara eða poppstjörnu. Charlie Sheen er nýjasta fórnarlamb slíks hrekks, en hann átti að hafa slasast alvarlega á snjóbretti í skíðaferðlagi með fjölskyldu sinni í Sviss. Fréttin fór fyrst af stað á vefsíðunni Mediafetcher, en þar kom fram að Sheen hefði klesst á tré á miklum hraða. Vefsíðan birti einnig ógreinilega mynd af sjúkraliðum að hjúkra sjúklingi en seinna kom í ljós að Sheen hefði ekki einu sinni verið í Sviss á þessum tíma.
Sögðu Sheen látinn í Sviss

Mest lesið








Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf

Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin
Bíó og sjónvarp
