Innlent

Ísland er eitt án mjólkurbanka

Af Norðurlöndunum er Ísland eina landið sem ekki hefur komið upp mjólkurbanka þar sem hægt væri að sækja brjóstamjólk handa fyrirburum í neyðartilfellum. Þetta segir Arnheiður Sigurðardóttir, lýðheilsufræðingur og brjóstaráðgjafarráðgjafi. Hún bendir á að hér á landi séu bara 13 prósent ársgamalla barna enn á brjósti, samanborið við 40 prósent í Noregi.

„Brjóstagjöf er svo miklu meira en bara næring. Brjóstabörn eru miklum mun heilsuhraustari og brjóstagjöf styður tengslamyndun og hreyfiþroska,“ segir Arnheiður og kallar eftir brjóstamjólkurbanka hér á landi.

„Mjólkurbankar ytra hafa breytt viðhorfi til brjóstamjólkur og ýtt undir skilning fólks á mikilvægi hennar. Nú er til dæmis farið að gefa krabbameinssjúklingum erlendis brjóstamjólk og íþróttamenn neyta hennar fyrir leiki, orkunnar vegna.“- þlg /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×