Fótbolti

Inter og Roma skildu jöfn - Stekelenburg rotaðist

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stekelenburg liggur hér rotaður á vellinum í kvöld.
Stekelenburg liggur hér rotaður á vellinum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Inter og Roma eru bæði án sigurs í ítölsku úrvalsdeildinni en liðin skildu í kvöld jöfn, 0-0, á San Siro.

Snemma í leiknum meiddist markvörðurinn Maarten Stekelenburg illa en hann rotaðist eftir að Lucio, leikmaður Inter, sparkaði óviljandi í höfuð hans. Sannarlega ófögur sjón en Stekelenburg var vitanlega borinn af velli og fluttur upp á sjúkrahús.

Bæði lið fengu færi til að skora í seinni hálfleik en nýttu þau ekki. Wesley Sneijder var nærri því að tryggja Inter sigur en daski vanrarmaðurinn Simon Kjær varði frá honum á marklínu.

Inter tapaði fyrir Palermo um síðustu helgi, 4-3, en Roma tapaði á sama tíma fyrir Cagliari. Voru þetta því fyrstu stig beggja liða í kvöld en þau þurfa að bíða enn eftir fyrsta sigrinum.

Cagliari vann fyrr í dag 2-1 sigur á Novara og er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×