Verðlagseftirlit á villigötum Andrés Magnússon skrifar 24. nóvember 2011 11:00 Verðlagseftirlit ASÍ túlkar niðurstöðu nýrrar verðkönnunar sinnar á þann veg að á kunni að vanta að samkeppni meðal matvöruverslana sé nægjanlega virk. Því til stuðnings bendir verðlagseftirlitið sérstaklega á að hækkanir hafi orðið á kjötvörum um 8 til 45% á sl. 14 mánuðum. Það sem er rétt hjá eftirlitinu er að miklar hækkanir hafa orðið á kjötvörum á undanförnum mánuðum, en það er hins vegar alröng ályktun að þær megi rekja til þess að ekki sé nægjanleg samkeppni á matvörumarkaði. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa á undanförnum mánuðum gagnrýnt hækkanir á kjötvörum frá framleiðendum harðlega. Samkvæmt upplýsingum frá aðildarfyrirtækjum samtakanna eru dæmi um hækkanir um allt að 45% á einstaka kjöttegundum. Algengt er að verð á þessum vörum hafi hækkað frá framleiðendum um 20 til 35% á þessu tímabili. Hér er eins og allir vita um að ræða hækkanir sem ekki er hægt að skýra með vísan til þróunar verðbólgu á sama tíma. Á þetta hafa samtökin bent og telja þau að framleiðendur hafi engan veginn getað gefið eðlilegar skýringar á hækkuninni. Að mati samtakanna er skýringarinnar að leita í því úrelta framleiðslu- og sölukerfi sem byggt hefur verið upp í kringum innlenda landbúnaðarframleiðslu. Það kerfi útilokar nær allan innflutning og þar með alla samkeppni í framleiðslu á landbúnaðarvörum. Kerfið leiðir einnig til vísitöluhækkunar og hækkar þar með skuldir heimilanna í landinu. Margir aðrir en SVÞ hafa gagnrýnt þetta kerfi harðlega, þ.ám. ASÍ. Þó að flestir geri sér grein fyrir því hvar orsakanna sé að leita fyrir hinni miklu hækkun sem orðið hefur á kjötvörum undanfarna mánuði, kýs verðlagseftirlit ASÍ að skýra það með ónógri samkeppni á matvörumarkaði. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn einn markaður hér á landi býr við eins mikið eftirlit af hálfu samkeppnisyfirvalda og matvörumarkaðurinn. Það er beinlínis staðfest af Samkeppniseftirlitinu, m.a. í skýrslu þess frá því á sl. sumri sem ber yfirskriftina „Samkeppni eftir hrun". Þar segir að stórum hluta af tíma eftirlitsins verði hér eftir sem hingað til varið í eftirlit með samkeppni á matvörumarkaði. Í því ljósi er ályktun verðlagseftirlits ASÍ í meira lagi langsótt. Það eina sem haldið getur aftur af áframhaldandi hækkunum á innlendum búvörum er að heimila aukinn innflutning á þessum vörum. Þar hefur orðið mikill afturkippur þar sem núverandi stjórnvöld gera hvað þau geta til að hindra slíkan innflutning. Það væri nær að SVÞ og ASÍ sneru bökum saman í baráttu fyrir auknu frelsi í viðskiptum með búvörur og einfaldara landbúnaðarkerfi sem leiða myndi til aukinnar hagsældar fyrir heimilin í landinu. Þar er sannarlega verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Verðlagseftirlit ASÍ túlkar niðurstöðu nýrrar verðkönnunar sinnar á þann veg að á kunni að vanta að samkeppni meðal matvöruverslana sé nægjanlega virk. Því til stuðnings bendir verðlagseftirlitið sérstaklega á að hækkanir hafi orðið á kjötvörum um 8 til 45% á sl. 14 mánuðum. Það sem er rétt hjá eftirlitinu er að miklar hækkanir hafa orðið á kjötvörum á undanförnum mánuðum, en það er hins vegar alröng ályktun að þær megi rekja til þess að ekki sé nægjanleg samkeppni á matvörumarkaði. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa á undanförnum mánuðum gagnrýnt hækkanir á kjötvörum frá framleiðendum harðlega. Samkvæmt upplýsingum frá aðildarfyrirtækjum samtakanna eru dæmi um hækkanir um allt að 45% á einstaka kjöttegundum. Algengt er að verð á þessum vörum hafi hækkað frá framleiðendum um 20 til 35% á þessu tímabili. Hér er eins og allir vita um að ræða hækkanir sem ekki er hægt að skýra með vísan til þróunar verðbólgu á sama tíma. Á þetta hafa samtökin bent og telja þau að framleiðendur hafi engan veginn getað gefið eðlilegar skýringar á hækkuninni. Að mati samtakanna er skýringarinnar að leita í því úrelta framleiðslu- og sölukerfi sem byggt hefur verið upp í kringum innlenda landbúnaðarframleiðslu. Það kerfi útilokar nær allan innflutning og þar með alla samkeppni í framleiðslu á landbúnaðarvörum. Kerfið leiðir einnig til vísitöluhækkunar og hækkar þar með skuldir heimilanna í landinu. Margir aðrir en SVÞ hafa gagnrýnt þetta kerfi harðlega, þ.ám. ASÍ. Þó að flestir geri sér grein fyrir því hvar orsakanna sé að leita fyrir hinni miklu hækkun sem orðið hefur á kjötvörum undanfarna mánuði, kýs verðlagseftirlit ASÍ að skýra það með ónógri samkeppni á matvörumarkaði. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn einn markaður hér á landi býr við eins mikið eftirlit af hálfu samkeppnisyfirvalda og matvörumarkaðurinn. Það er beinlínis staðfest af Samkeppniseftirlitinu, m.a. í skýrslu þess frá því á sl. sumri sem ber yfirskriftina „Samkeppni eftir hrun". Þar segir að stórum hluta af tíma eftirlitsins verði hér eftir sem hingað til varið í eftirlit með samkeppni á matvörumarkaði. Í því ljósi er ályktun verðlagseftirlits ASÍ í meira lagi langsótt. Það eina sem haldið getur aftur af áframhaldandi hækkunum á innlendum búvörum er að heimila aukinn innflutning á þessum vörum. Þar hefur orðið mikill afturkippur þar sem núverandi stjórnvöld gera hvað þau geta til að hindra slíkan innflutning. Það væri nær að SVÞ og ASÍ sneru bökum saman í baráttu fyrir auknu frelsi í viðskiptum með búvörur og einfaldara landbúnaðarkerfi sem leiða myndi til aukinnar hagsældar fyrir heimilin í landinu. Þar er sannarlega verk að vinna.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar