Erlent

Hreinsunarstarfi lokið eftir tvær vikur - um 8 tonn af olíu í sjónum

Goðafoss strandaði í firðinum og mengaði fjörðinn.
Goðafoss strandaði í firðinum og mengaði fjörðinn.
Hreinsunarstarfi í Oslófirði verður lokið eftir um tvær vikur samkvæmt norskum fjölmiðlum. Goðafoss strandaði í firðinum um miðjan febrúar með þeim afleiðingum að olía lak í sjóinn.

Olíumengunin er mikil og hefur þegar skaðað fuglalíf í firðinum. Þannig greindi norska ríkisútvarpið frá því fyrir skömmu að skjóta hefði þurft um 250 fugla.

Samkvæmt fréttasíðu norska ríkissjónvarpsins vinna 32 sjálfboðaliðar við hreinsunarstörf og fimm bátar. Þeir hefja störf við dagrenningu og hætta þegar myrkrið skellur á.

Talið er að sex til átta tonn af olíu séu í firðinum en sjálfboðaliðarnir eru undrandi á því hversu mikil olía hefur lekið í sjóinn.

Einn þeirra telur þetta eitt alvarlegasta umhverfisslys sem hefur orðið í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×