Erlent

Breskir sérsveitarmenn í haldi uppreisnarmanna í Líbíu

Benghazi.
Benghazi.
Líbískir uppreisnarmenn hafa handsamað átta breska hermann, þar af eru sex þeim sérsveitarmenn innan breska hersins. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið að lítið teymi diplómata væri nú í Benghazi, þar sem mennirnir eru í haldi, og ættu í samningaviðræðum við uppreisnarmennina.

Ráðherrann vildi ekki tjá sig um tilgang ferðar hermannanna en samvæmt BBC þá lentu sérsveitarmennirnir nærri borginni á föstudaginn og hittu tvo aðra breska hermenn. Mennirnir voru með mikið af vopnum þegar þeir voru handsamaðir.

Hermenn og málaliðar á vegum Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu, skutu upp í loftið til þess að tvístra fjögur til fimm þúsund mótmælendum á græna torginu i Trípolí, höfuðborg Líbíu.

Þá hafa verið hörð átök á milli uppreisnarmanna og hermanna Gaddafis í borgunum Zawiyah, Ras Lanuf og Tobruk. Fregnir af átökunum eru óljósar, en flestir fjölmiðlar hafa greint frá því að uppreisnarmenn hafi hrundið árásum hermanna í borgunum, sem er öfugt við það sem fjölmiðlar í Líbíu hafa greint frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×