Erlent

Átökin magnast í Líbýu

Dagar Gaddaffi ofursta í embætti virðast brátt taldir.
Dagar Gaddaffi ofursta í embætti virðast brátt taldir.
Átök hafa magnast í dag í Líbýu þar sem almenningur hefur risið upp gegn einræðisherranum Muammar Gaddaffi. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér í dag til þess að mótmæla ofbeldinu sem lögregla og her landsins hefur beitt mótmælendur síðustu daga, en talið er að hundruð manna hafi látist.

Fregnir frá landinu hafa verið óskýrar en sagt er að mótmælendur hafi kveikt í ríkissjónvarpsstöðinni í höfuðborginni Trípólí og margar aðrar opinberar byggingar standa í ljósum logum. Leiðtogar stærsta ættbálks landsins hafa hvatt sitt fólk til þess að rísa upp gegn Gaddaffi og klíku hans og hópur múslimaklerka hefur gert slíkt hið sama.

Sögur hafa borist af því að Gaddaffi ætli að flýja land og leita hælis í Venesúela en þær sögur hafa verið bornar til baka af sendiráði Venesúela í Líbýu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×