Erlent

Cameron í heimsókn í Kaíró

David Cameron, forsætisráðherra Breta kom í heimsókn til Kaíró í Egyptalandi í dag. Hann var þar með fyrstur þjóðarleiðtoga til þess að heimsækja landið eftir að Mubarak forseta var steypt af stóli.

Cameron mun hitta ráðamenn landsins en herinn fer þar nú með öll völd. Hann sagði við fréttastofu BBC að heimsóknin væri gott tækifæri til þess að knýja á um lýðræðisumbætur í landinu.

Búist er við að Cameron hitti yfirmann herráðsins og Mohamed Tantawi, varnarmálaráðherra. Forsætisráðherrann ætlar einnig að hitta forvígismenn stjórnarandstöðunnar en tekið er fram að hann hitti engan fulltrúa múslímska bræðralagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×