Erlent

Beiðni um að frysta eignir Mubaraks í Danmörku

Danmörk er nú komin í hóp þeirra þjóða sem Egyptar hafa beðið um að frysta hugsanlegar eignir Hosni Mubarak fyrrum forseta landsins.

Lene Espersen utanríkisráðherra Danmerkur staðfesti þetta í samtali við Jyllands Posten í gærdag. Espersen segir að hún hafi sent beiðni Egypta áfram til viðeigandi yfirvalda í Danmörku.

Aukafundur var haldinn hjá Evrópusambandinu um helgina þar sem rætt var um sameiginlegar aðgerðir sambandsins um að frysta allar eignir Mubaraks í aðildarlöndum sambandsins.

Espersen segir að það sé eðlilegt og sanngjarnt að verða við þeim óskum Egypta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×