Fótbolti

Allt Barcelona-liðið fer á Shakiru-tónleika í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gerard Pique og félagar í Barcelona-liðinu skáru niður netið á Wembley eftir sigurinn í gær.
Gerard Pique og félagar í Barcelona-liðinu skáru niður netið á Wembley eftir sigurinn í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gerard Pique tilkynnti það á twitter-síðu sinni í gær að Barcelona-liðið ætlaði að halda upp á sigur sinn í Meistaradeildinni í gær með því að fara á tónleika með Shakira á Ólympíuleikvanginum í Barcelona í kvöld.

„Meistarar, meistarar, þakk fyrir allt," skrifaði Gerard Pique á twitter-síðu sína. „Á morgum komum við til Barcelona og svo förum við allir á tónleika með Shakiru á Ólympíuleikvanginum," skrifaði Pique en hann er einmitt kærasti kólumbísku söngkonunnar.

Þau Pique og Shakira kynntust á síðasta ári þegar var verið að taka upp myndband í tengslum við HM-lag Shakiru, "Waka Waka (This Time for Africa)".

Skömmu seinna endaði Shakira 11 ára samband við argentínska lögmanninn Antonio de la Rua og fljótlega fóru af stað sögusagnir að þau Pique væru orðin par. Þau staðfestu síðan sambandið sitt í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×