Fáir áhorfendur fylgdust með efstu kylfingum heimslistans Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. mars 2011 19:00 Á heimsmótinu sem fram fer á Doral vellinum í Miami vakti það athygli hve fáir áhorfendur fylgdust með gangi mála hjá þremur efstu kylfingum heimslistans. Getty Images Það gerist ekki oft að þrír efstu kylfingar heimslistans keppi á sama atvinnumótinu í golfi og það er enn sjaldgæfara að þeir leiki saman í ráshóp. Á heimsmótinu sem fram fer á Doral vellinum í Miami vakti það athygli hve fáir áhorfendur fylgdust með gangi mála hjá þremur efstu kylfingum heimslistans. Gríðarlegur fjöldi fylgdi hinsvegar þeim Tiger Woods, Phil Mickelson og Graeme McDowell. Blaðamaður ESPN sem fylgdist með þeim Martin Kaymer, Lee Westwood og Luke Donald segir í grein sinni að 58 manns hafi fylgt þeim við sjöundu flöt. Lee Westwood, sem er annar í röðinn á heimslistanum, segir í viðtali við ESPN að það komi ekki á óvart að bandarískir áhorfendur hafi ekki áhuga á að fylgjast með tveimur Englendingum og Þjóðverja. Þeir félagar kunnu samt sem áður vel við sig í „skugganum“ og þeir léku vel á meðan það ekki ekki eins vel hjá þeim Woods, Mickelson og Donald. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það gerist ekki oft að þrír efstu kylfingar heimslistans keppi á sama atvinnumótinu í golfi og það er enn sjaldgæfara að þeir leiki saman í ráshóp. Á heimsmótinu sem fram fer á Doral vellinum í Miami vakti það athygli hve fáir áhorfendur fylgdust með gangi mála hjá þremur efstu kylfingum heimslistans. Gríðarlegur fjöldi fylgdi hinsvegar þeim Tiger Woods, Phil Mickelson og Graeme McDowell. Blaðamaður ESPN sem fylgdist með þeim Martin Kaymer, Lee Westwood og Luke Donald segir í grein sinni að 58 manns hafi fylgt þeim við sjöundu flöt. Lee Westwood, sem er annar í röðinn á heimslistanum, segir í viðtali við ESPN að það komi ekki á óvart að bandarískir áhorfendur hafi ekki áhuga á að fylgjast með tveimur Englendingum og Þjóðverja. Þeir félagar kunnu samt sem áður vel við sig í „skugganum“ og þeir léku vel á meðan það ekki ekki eins vel hjá þeim Woods, Mickelson og Donald.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira