Innlent

Vilja hefja upp Evrópuumræðuna

Íslensk Evrópusamtök sameinast undir einu merki á fundi í dag.
Íslensk Evrópusamtök sameinast undir einu merki á fundi í dag.

Stofnfundur nýrra samtaka sem vilja hvetja til „málefnalegrar og upplýstrar umræðu um aðild Íslands að Evrópusambandinu“ verður haldinn í dag í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.

Þar munu fimm samtök sameinast undir einu merki, en það eru Evrópusamtökin, Evrópuvakt Samfylkingarinnar, Sjálfstæðir Evrópumenn, Sterkara Ísland og Ungir Evrópusinnar.

Jón Steindór Valdimarsson, formaður Sterkara Íslands, segir að þrátt fyrir að aðildarviðræður standi enn yfir og samningur liggi ekki fyrir, sé margt hægt að ræða fram að því.

„Það sem vakir fyrir okkur er að það sé tímabært að hefja alvöru umræður um Evrópusambandið og stöðu Íslands í því samhengi.“

Jón segir nokkuð hafa skort í þeim málum, og margt megi ræða frekar, og ekki síst um Evrópusambandið sjálft. „Við höfum ekki beitt okkur mikið í umræðunni hingað til, en teljum okkur þurfa að blanda okkur í þau mál núna.“- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×