Innlent

Upptekinn við að aðstoða fólk út úr landinu

Hann kom undan bankahruninu með tvo vöruflutningabíla, einn flunkunýjan og annan eldri - en eygði tækifæri í afleiðingum hrunsins.

Lóa Pind Aldísardóttir hitti í dag vöruflutningabílstjóra, sem eftir helgi, leggur upp í sína sjöttu ferð með búslóðir Íslendinga sem hyggjast flytja af landi brott.

Jón Tómas hafði í nógu að snúast í slyddunni í dag. Fjórtán fjölskyldur og einstaklingar hafa pantað pláss undir búslóðina sína með flutningabílunum hans sem leggja upp í langferð með Norrænu í næstu viku.

Förinni er heitið til nýrra heimkynna Íslendinga á Norðurlöndunum. Rúmlega 4000 Íslendingar hafa flutt af landi brott síðustu tvö árin, umfram þá sem fluttu til landsins. Það er því nóg að gera.

Hægt er að horf á myndskeið með fréttinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×